• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Fjöldi kvenna skrifar Margt smátt


Á vef Borgarbókasafnsins má nú lesa tólf splunkunýjar smásögur eftir nýja höfunda. Smásögurnar eru afrakstur ritlistarnámskeiðsins Margt smátt, sem fram fór á ritsmíðaverkstæðinu Skrifstofunni á Borgarbókasafninu í Kringlunni nú á vormánuðum 2020.

Leiðbeinandi á námskeiðinu var Sunna Dís Másdóttir, sem jafnframt ritstýrði útgáfunni. Borgarbókasafnið gefur út.

Sögurnar, sem fjalla um allt frá lævíslegri árás torkennilegrar veru til ástarævintýris í búningsklefa sundlaugar, má lesa á vef Borgarbókasafnsins. Þar má jafnframt nálgast sögurnar á rafbókarformi, sem og í pdf-skjali til prentunar.

Þetta er í annað sinn sem Borgarbókasafnið gefur út sögur með þessum hætti, en fyrir jól kom út heftið Smátextar: frá örsögu til útgáfu, með afrakstri ritlistarnámskeiðs um örsögur.

Njótið vel!

Nánari upplýsingar um Skrifstofuna, ritlistarnámskeiðið og útgáfuna veitir:

Sunna Dís Másdóttir, s. 699 3936, sunnadis@gmail.com

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband