Fjöldi kvenna skrifar Margt smátt

 

 

Á vef Borgarbókasafnsins má nú lesa tólf splunkunýjar smásögur eftir nýja höfunda. Smásögurnar eru afrakstur ritlistarnámskeiðsins Margt smátt, sem fram fór á ritsmíðaverkstæðinu Skrifstofunni á Borgarbókasafninu í Kringlunni nú á vormánuðum 2020. 

 

Leiðbeinandi á námskeiðinu var Sunna Dís Másdóttir, sem jafnframt ritstýrði útgáfunni. Borgarbókasafnið gefur út.

 

Sögurnar, sem fjalla um allt frá lævíslegri árás torkennilegrar veru til ástarævintýris í búningsklefa sundlaugar, má lesa á vef Borgarbókasafnsins. Þar má jafnframt nálgast sögurnar á rafbókarformi, sem og í pdf-skjali til prentunar. 

 

Þetta er í annað sinn sem Borgarbókasafnið gefur út sögur með þessum hætti, en fyrir jól kom út heftið Smátextar: frá örsögu til útgáfu, með afrakstri ritlistarnámskeiðs um örsögur. 

 

Njótið vel! 

 

Nánari upplýsingar um Skrifstofuna, ritlistarnámskeiðið og útgáfuna veitir: 

Sunna Dís Másdóttir, s. 699 3936, sunnadis@gmail.com 

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband