• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Rán Flygenring bætist við Skáldatalið


Rán Flygenring hefur bæst við Skáldatalið en hún er margverðlaunaður mynd- og rithöfundur.

Þessa dagana er Rán með opna vinnustofu í Ásmundarsal. Þar fæst hún við það flókna verkefni að teikna hesta en síðar á þessu ári er væntanleg ný bók úr smiðju Ránar og Hjörleifs Hjartarsonar um hesta, sem ber samnefndan titil. Hestar er sjálfstætt framhald verðlaunabókarinnar Fuglar sem tvíeykið sendi frá sér árið 2018.

Vinnustofa Ránar er opin til 20. júní.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband