Tvenn hljóðbókaverðlaun rötuðu til kvenna

Íslensku hljóðbókaverðlaunin (Storytel awards) voru afhent við hátíðlega athöfn í Hörpu á föstudaginn var, 22. maí. 

 

Besta hljóðbókin í flokki skáldsagna var Gríma eftir Benný Sif Ísleifsdóttur, í lestri Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur. Í flokki glæpasagna bar sigur úr býtum frumraun Evu Bjargar Ægisdóttur, Marrið í stiganum í lestri Írisar Tönju Flygenring.

 

Í flokki barna- og ungmennabóka hreppti hnossið Vetrargestir eftir Tómas Zoëga í lestri Sölku Sólar Eyfeld og verðlaun fyrir bestu almennu hljóðbókina hlaut Héðinn Unnsteinsson fyrir bók sína Vertu úlfur, wargus esto í lestri Hjálmars Hjálmarssonar. Loks hlaut Gísli Helgason sérstök heiðursverðlaun fyrir mikilvægt frumkvöðlastarf í þágu hljóðbókmennta.

 

Hér er hægt að horfa á athöfnina.

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband