• Soffía Auður Birgisdóttir

Eva Björg Ægisdóttir


Glæpasagnahöfundurinn Eva Björg Ægisdóttir er komin í skáldatalið. Eva Björg hefur sent frá sér tvær glæpasögur, Marrið í stiganum og Stelpur sem ljúga, sem hafa fengið fína dóma. Fyrir fyrri bókina hlaut Eva Björg Svartfuglinn, sem eru verðlaun sem veitt eru nýjum höfundum fyrir áður óbirt handrit að glæpasögu.


Í glæpasögum Evu Bjargar kynnist lesandinn lögregluteyminu Elmu og Sævari sem glíma við að leysa sakamál á Akranesi, þar sem höfundurinn fæddist og ólst upp. Bækur Evu Bjargar eru vel skrifaðar og fléttaðar, oft með óvæntum snúningum.

Um fyrri bókina, Marrið í stiganum, segir í kynningu forlagsins:Ung kona finnst myrt í fjörunni við Akranes. Hin látna reynist hafa búið sem barn í bænum en flutti skyndilega burt ásamt móður sinni.Lögreglukonan Elma, sem er nýflutt á Skagann, rannsakar málið ásamt samstarfsmönnum sínum. Upp á yfirborðið koma ýmis skuggaleg mál úr fortíðinni en Elma þarf líka að takast á við atburði í eigin lífi sem hröktu hana aftur heim á æskuslóðirnar.Um þá síðari, Stelpur sem ljúga, segir:


Einstæð móðir hverfur af heimili sínu en skilur eftir miða með skilaboðum á eldhúsborðinu. Í fyrstu er talið að hún hafi fyrirfarið sér en þegar illa farið lík finnst í Grábrókarhrauni sjö mánuðum síðar standa lögreglukonan Elma og samstarfsmenn hennar frammi fyrir flókinni morðgátu. Fimmtán árum fyrr liggur nýbökuð móðir á fæðingardeild og hefur óbeit á barninu sem liggur við hlið hennar.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband