SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir13. maí 2020

SKÁLDATALIÐ VEX OG VEX

Mikilvægur hluti skáld.is er gagnabanki um íslenskar skáldkonur. Við stefnum að því að skrá í skáldatalið allar íslenskar konur sem hafa gefið út skáldverk. Nú þegar eru 321 færsla í skáldatalinu og við hvetjum þær skáldkonur sem ekki hafa enn fengið um sig færslu þar ennþá að hafa samband við okkur og senda okkur upplýsingar.

 

Meðal nýlegra færslna í skáldatalinu er Helga Þ. Smári en hún gaf út smásagnasafnið Hljóðlátir hugir árið 1939 en sögur og ljóð birtust einnig eftir Helgu í tímaritunum Nýju kvennablaði og Eimreiðinni.

Um smásagnasafn Helgu skrifaði Guðni Jónsson í Skírni árið 1940:

"Hér er nýr höfundur á ferðinni, kona, sem kveður sér hljóðs á þingi söguskálda vorra, yfirlætislaus og smekkleg í stil og frásögn, hlý og mild í hugsun. I bókinni eru sjö sögur, ýmislegs efnis, skemmtilegar afljstrar. Fyrsta sagan og sú er bókin tekur nafn af, Hljóðlátir hugir, er ein af beztu sögunum. Þar er lýst hljóðri og umberandi sjálfsafneitun stúlku, sem elskar sóknarprest sinn, ungan og glæsilegan mann, en ást hennar er ekki endurgoldin, og hún verður að bera harm sinn í hljóði. Á hinn bóginn festir presturinn ást á systur hennar, en skyldan við kall og embætti veldur því, að hann verður að afsala sér hamingju ástarinnar. Verður hann svo einnig að bera harm sinn á leyndum stað. S'álarlífi og hugsunum beggja þessara persóna er vel lýst, og yfir frásögninni hvílir hugþekkur blær, sem fer efninu einkar vel. Aðrar sögur í bókinni eru þessar: Stjúpbömin, átakanleg harmsaga, Kaupakonan, Hneykslið, Eintal skrifstofustjórans, Dauðastundin og Burtför. Þetta sögusafn sómir sér mjög vel sem byrjandabók, og kvenþjóðin íslenzka sannar það enn, að hún þarf ekki að bera kinnroða fyrir sinn hlut í nútíðarbókmenntum vorum. Megum vér karlmennirnir vera stoltir af, en þó gæta þess að láta ekki vorn hlut minni."