• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Þula eftir Theodóru Thoroddsen


Ljóð dagsins er eftir Theodóru Thoroddsen (1863-1954) en hún var einna þekktust fyrir þulur sínar. Þessa þekkja trúlega margir:

Þula

,,Tunglið, tunglið, taktu mig og berðu mig upp til skýja." Hugurinn ber mig hálfa leið í heimana nýja. Mun þar vera margt að sjá, mörgu hefurðu sagt mér frá, þegar þú leiðst um loftin blá og leist til mín um rifinn skjá. Komdu, litla Lipurtá, langi þig að heyra, hvað mig dreymdi, hvað ég sá, og kannske sitthvað fleira. Ljáðu mér eyra. Litla flónið, ljáðu mér snöggvast eyra: Þar er siglt á silfurbát með seglum þöndum, rauðagull í rá og böndum, rennir hann beint að ströndum, rennir hann beint að björtum sólarströndum.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband