• Soffía Auður Birgisdóttir

Sjónvarpsþættir um íslenska rithöfunda


Árið 1998 gerði Hrefna Haraldsdóttir, bókmennta-fræðingur og framkvæmdastjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta, 12 sjónvarpsþætti um íslenska rithöfunda. Þættirnir bera yfirskriftina SKÁLDATÍMI og í þeim er rætt við rithöfundana um líf þeirra og bækur. Meðal höfundanna sem þættirnir fjalla um eru Fríða Á. Sigurðardóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Vigdís Grímsdóttir og Kristín Ómarsdóttir.


Nú eru þessir þættir aðgengilegir og öllum opnir á vef Menntamálastofnunar og um að gera að njóta!