• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Strit og stríð konunnar


Guðbjörg Jónsdóttir frá Broddanesi (d. 1952) er ein af þessum gleymdu skáldkonum sem stóð í skugga karla sem þóttust allt vita um bókmenntir heimsins (sjá Glósubók ljóðskálds, 1. des. 2018). Henni varð að orði í einni bóka sinna:

„Hver veit nema þessar gömlu, gleymdu konur hafi átt sjer sögu alt að einu merkilega og skemmtilega og sumir karlmenn, sem mikið er þó skrifað um, mest vegna þess að þeir voru ríkir? Hver þekkir strit og stríð konunnar, sem vinnur í kyrrþey og þegir allar sínar vonir og óskir í hel?“

Meira um Guðbjörgu í skáldatalinu.

Ljósm: NairaForum

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband