• Steinunn Inga Óttarsdóttir

„Yrki og skrifa endalaust“


Skáldskapur Jónu Sigurbjargar Gísladóttur (1947-2002) rataði til fárra og er flestum gleymdur. Hún orti rúm 20 ár, pikkaði sjálf kvæði sín á tölvu, ljósritaði og batt inn. Hún var leikandi hagmælt eins og sjá má í mörgum bókum hennar, hverra titill endar ávallt á -blik og finna má á betri bókasöfnum. Jóna var að bætast við skáldatalið okkar í dag.

Í ljóðabókinni Haustbliki (2000) er eftirfarandi kvæði:

Ég yrki og skrifa endalaust

í albjörtu sólgylltu trafi.

Hér hefur skip mitt skriðið í naust

í skjól, ég er komin af hafi.

Margt hefur reyndar á dagana drifið

ég dundað við margt gegnum árin.

Þrítuga hamra klárlega klifið

í kátlegri glímu við líkama og sárin.

Þó felli ég sjaldan trega tár

er trauðlega hinu að leyna,

að veikindin eltu mig ár eftir ár

ýmislegt fékk ég að reyna.

Ævin mín er engu lík,

eilíft stríð og rosi,

þó er lundin létt og rík,

ég lauma gríni og brosi.

Úr fögrum blómum flétta megum sveig

og fögnum því sem ástvinina varðar.

Þar losna bönd, þar létt erum og fleyg,

og laus erum við þyngsli vorrar jarðar.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband