SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir15. apríl 2020

Vigdís 90

Ein á forsetavakt eftir Steinunni Sigurðardóttur kom fyrst út haustið 1988 og vakti geysimikla athygli, enda fengu landsmenn þar í fyrsta sinn innsýn í dagleg störf Vigdísar forseta.

Í bókinni lýsir Steinunn af einstöku innsæi sjö dögum í lífi Vigdísar; ferðalögum utanlands og innan, gestaboðum og samkomum, skrifstofustússi, uppeldi og stopulum frístundum. Um leið er skyggnst undir yfirborðið og Vigdís viðrar hugleiðingar sínar um hlutverk þjóðhöfðingjans og þau fjölbreyttu verkefni sem því fylgja.

Bók Steinunnar er nú endurútgefin, lítillega endurskoðuð og með nýjum og persónulegum formála og eftirmála höfundar, í tilefni þess að 90 ár eru liðin frá fæðingu Vigdísar og 40 ár frá því að hún var kjörin forseti Íslands.