• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Skáldkona í beinni


Það þarf enginn að láta sér leiðast á tímum samkomubanns. Ýmislegt er í boði sem bæði hressir og kætir. Til dæmis er hægt að hlýða á skáldkonuna Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur lesa upp úr bókum sínum Vinur minn vindurinn og Sjáðu mig sumar, á morgun 15. apríl. Upplesturinn hefst kl. 13 og verður í beinu streymi á fréttaveitu facebooksíðu Bókasafns Garðabæjar en hann verður síðan aðgengilegur í tvær vikur eftir upptöku.

Vinur minn, vindurinn er fyrsta bók Bergrúnar Írisar. Hún kom út árið 2014 og var tilnefnd til bæði Fjöruverðlaunanna og Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Bergrún Íris hefur hlotið margar tilnefningar og verðlaun síðan fyrir bækur sínar.

Í frétt á facebooksíðu Bókasafns Garðabæjar er fullyrt að bækur Bergrúnar Írisar henti börnum á öllum aldri - alveg upp í 102 ára gömlum! Þetta er því kjörin fjölskylduskemmtun.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband