• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Nærmynd af Guðrúnu Evu Mínervudóttur


Á annan í páskum fáum við að kynnast betur ferli Guðrúnar Evu Mínervudóttur skáldkonu og ennfremur að fylgja henni um Hveragerði. Guðrún Eva var í vikutíma með upptökutæki í höndum og fá hlustendur að heyra afraksturinn í þættinum Portrett af skáldkonu: Guðrún Eva Mínervudóttir. Þátturinn fer í loftið á Rás 1 á annan í páskum kl. 10:13.

Guðrún Eva er margverðlaunaður höfundur og hefur hún m.a. hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin, Menningarverðlaun DV og Fjöruverðlaunin. Í upphafi árs hlaut hún einnig viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir höfundarverk sitt. Í Skáldatali má nálgast frekari upplýsingar um Guðrúnu Evu Mínervudóttur.

Myndin er fengin af vefsíðu bókaforlagsins Bjarts - Veraldar en þar má nálgast nýjustu bækur Guðrúnar Evu.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband