• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Afmæli Júlíönu

Júlíana Jónsdóttir var fyrsta kona á Íslandi sem fékk útgefna bók eftir sig. Það var ljóðabókin Stúlka sem hefst á því fræga kvæði Lítil mær heilsar.

Júlíana fæddist á þessum degi, 27. mars, árið 1838 og lést ógift og barnlaus 1917. En líklega hefur henni þótt kaffið gott.

Kaffilof

Kaffi hátt skal hrósið veitt heims um áttir kunnar; það hefur máttug rétt til reitt ríklund náttúrunnar.

Hreinsar blóðið, hita ljær, hroll frá þjóðum tekur, svalar móðum, svita’ út slær, sálir hljóðar vekur.

Eyðir doða, aflar mörs; ei hef ég skoðun ranga - mörgum boðar fylling fjörs, færir roða’ á vanga.

Hrindir leti, herðir kapp; hvað mun betur þakkað? Kaffi met ég mesta happ, meðan get það smakkað.

Stúlka, bls. 91

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband