- Steinunn Inga Óttarsdóttir
Afmæli Júlíönu
Júlíana Jónsdóttir var fyrsta kona á Íslandi sem fékk útgefna bók eftir sig. Það var ljóðabókin Stúlka sem hefst á því fræga kvæði Lítil mær heilsar.
Júlíana fæddist á þessum degi, 27. mars, árið 1838 og lést ógift og barnlaus 1917. En líklega hefur henni þótt kaffið gott.

Kaffilof
Kaffi hátt skal hrósið veitt heims um áttir kunnar; það hefur máttug rétt til reitt ríklund náttúrunnar.
Hreinsar blóðið, hita ljær, hroll frá þjóðum tekur, svalar móðum, svita’ út slær, sálir hljóðar vekur.
Eyðir doða, aflar mörs; ei hef ég skoðun ranga - mörgum boðar fylling fjörs, færir roða’ á vanga.
Hrindir leti, herðir kapp; hvað mun betur þakkað? Kaffi met ég mesta happ, meðan get það smakkað.
Stúlka, bls. 91