• Soffía Auður Birgisdóttir

Hver var Gréta?


Á Fögnuði skrifandi kvenna 2020 sem haldinn var í Gunnarhúsi í febrúarbyrjun hélt Þórdís Gísladóttir athyglisvert erindi sem hún kallaði Tekið til máls eða sagan um Hannes og Grétu. Þar var Þórdís að vekja athygli á merkri íslenskri skáldkonu, Grétu Sigfúsdóttur, sem hefur horfið í gleymskunnar dá, að ósekju. Við á skáld.is viljum benda á að Gréta er að sjálfsögðu löngu komin í skáldatalið okkar og þar má lesa sér til að ævi hennar og verk.


Einnig lumum við á grein um eina af skáldsögum hennar Í skugga jarðar sem kom út árið 1969 og var framtíðarsaga sem átti að gerast aldarfjórðungi síðar - eða 1994. Hér má lesa greinina.


Við hvetjum alla til að kynna sér verk Grétu Sigfúsdóttur og draga hana aftur upp úr djúpi gleymskunnar.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband