• Soffía Auður Birgisdóttir

Valborg Bentsdóttir


Valborg Bentsdóttir gaf aðeins út eina bók, en var hins vegar mjög virkur penni og skrifaði mikið fyrir tímaritið Emblu sem hún ritstýrði ásamt tveimur öðrum konum, sem og fyrir útvarp. Hér má lesa nánar um Valborgu og hennar margvíslegu störf.


Bók Valborgar heitir Til þín og kom út 1962. Þar eru 7 smásögur og 36 ljóð, bæði í hefðbundnu og frjálsu formi. Ljóðin eru öll ástarljóð til karlmanna og er bókin að því leyti einstök i sinni röð. Smásögurnar í bókinni skrifaði Valborg allar á sjötta áratugnum, utan eina sem skrifuð var 1942 og birtist i Emblu 1949. Þær eru allar haglega gerðar og bera ótvirætt listrænt yfirbragð. Valborg skrifar um ástina; gleðina og vonbrigðin sem henni fylgja. Mynd hennar af hjónabandinu er dökk; svik, niðurlæging og kuldi tengist því í nokkrum sagnanna.