• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Fjórða hefti Ós - the Journal komið út


Fjölþjóðlega bókmenntatímaritið Ós - the Journal kom út í fjórða sinn þann 27. febrúar síðastliðinn, stútfullt af spennandi efni.

Í tímaritinu eru rúmlega 60 textar og verk eftir 36 höfunda á 11 tungumálum og birtast í þessu heftir textar á slóvensku, portúgölsku, grísku og latínu í fyrsta skipti. Festa má kaup á heftinu í verslunum Pennans/Eymundsson.

Ós pressan gefur tímaritið út en hún er grasrótarútgáfa sem hefur það að meginmarkmiði að skapa samfélag rithöfunda þar sem allir eru velkomnir.

Útgáfunni var fagnað í Iðnó og má hlýða á upptöku á dagskránni hér:

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband