SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir16. mars 2020

Grannkona eftir Steinunni Ásmundsdóttur

Ljóð dagsins ber titilinn Grannkona og er eftir Steinunni Ásmundsdóttur. Steinunn hefur sent frá sér ljóð, sögur og greinar en upplýsingar um verk hennar og ævi má nálgast í Skáldatalinu. Grannkona birtist í ljóðabókinni Í senn dropi og haf sem kom út í fyrra:

Grannkona

Gengur niður tröppurnar

með þvottinn sinn í körfu

hvítan sólhatt á höfði

og blærinn strýkur kjólfaldi

um granna ljósa kálfa

lökin blakta lengi á snúrum

því hún trítlar sporlétt

frá húsinu næsta dag

með bækur undir armi

og á erindi við fólk

meðan skýin hrannast upp

skiptir engu þó rigni í þvottinn

hann þornar aftur

hún treystir guði fyrir sínu.