Fjöldi kvenna tilnefndur!

Í fyrradag var gert kunnugt hvaða bækur voru tilnefndar til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna (Storytel Awards). Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til þessara verðlauna hér á landi og voru það hlustendur sem völdu sínar eftirlætisbækur. Um 400 bækur komu út á hljóðbók á síðasta ári en hlustendur gátu valið af lista sem hafði að geyma þær bækur sem hvað mest hefur verið hlustað og fengið hafa hæstu stjörnugjöfina í appinu. Tuttugu hljóðbækur voru tilnefndar úr fjórum flokkum, eða flokki almennra bóka, barna- og ungmennabóka, glæpasagna og skáldsagna. Athöfnin fór fram í bókastofu Hótel Holts.

 

Dómnefnd skipuð Einari Kárasyni, Margréti Örnólfsdóttur og Guðrúnu Baldvinsdóttur munu skera úr um hvaða bækur bera sigur úr býtum í flokki skáldsagna, glæpasagna og almennra bóka. Hins vegar sitja Sævar Helgi Bragason, Lúkas Myrkvi Gunnarsson (11 ára) og Móey Kjartansdóttir (11 ára) í þeirri dómnefnd sem velur bestu barna- og ungmennabókina. Þar sem um hljóðbækur er að ræða hefur lestur verkanna mikil áhrif á upplifun lesandans og því verða ekki einungis rithöfundar og þýðendur verðlaunaðir heldur einnig lesarar. Sigurvegarar verða kynntir við hátíðlega athöfn í Hörpu þann 22. apríl næstkomandi. Sigurvegarar fá sérhannaðan verðlaunagrip, Glerugluna, eftir sænska glerlistamanninn Ludvig Löfgren.

 

Eftirfarandi rithöfundar, þýðendur og lesarar hlutu tilnefningu og voru konurnar ófáar:

 

Skáld­sög­ur

 

 • Kópa­vogskrónika. Höf­und­ur: Kamilla Ein­ars­dótt­ir. Les­ari: Þór­dís Björk Þorfinns­dótt­ir

 • Svik­ar­inn. Höf­und­ur: Lilja Magnús­dótt­ir. Les­ari: Þór­unn Erna Clausen

 • Gríma. Höf­und­ur: Benný Sif Ísleifs­dótt­ir. Les­ari: Þór­dís Björk Þorfinns­dótt­ir

 • Flórída. Höf­und­ur: Bergþóra Snæ­björns­dótt­ir. Les­ari: Bergþóra Snæ­björns­dótt­ir

 • Fjöll­in. Höf­und­ur: Sandra B. Clausen. Les­ari: Álfrún Helga Örn­ólfs­dótt­ir

 

Al­menn­ar bæk­ur

 

 • Ég gefst aldrei upp. Höf­und­ur: Borg­hild­ur Guðmunds­dótt­ir. Les­ari: Lilja Katrín Gunn­ars­dótt­ir

 • Horn­auga. Höf­und­ur: Ásdís Halla Braga­dótt­ir. Les­ari: Ásdís Halla Braga­dótt­ir, Þór­unn Hjart­ar­dótt­ir

 • Vertu úlf­ur: warg­us esto. Höf­und­ur: Héðinn Unn­steins­son. Les­ari: Hjálm­ar Hjálm­ars­son

 • Á eig­in skinni. Höf­und­ur: Sölvi Tryggva­son. Les­ari: Sölvi Tryggva­son

 • Geðveikt með köfl­um. Höf­und­ur: Sig­ur­steinn Más­son. Les­ari: Sig­ur­steinn Más­son

 

 Barna- og ung­menna­bæk­ur

 

 • (lang)Elst­ur í leyni­fé­lag­inu. Höf­und­ur: Bergrún Íris Sæv­ars­dótt­ir. Les­ari: Sig­ríður Láretta Jóns­dótt­ir

 • Litlu álfarn­ir og flóðið mikla. Höf­und­ur: Tove Jans­son. Þýðandi: Þór­dís Gísla­dótt­ir. Les­ari: Friðrik Erl­ings­son

 • Harry Potter og blend­ingsprins­inn. Höf­und­ur: J.K. Rowl­ing. Þýðandi: Helga Har­alds­dótt­ir. Les­ari: Jó­hann Sig­urðar­son

 • Nýr heim­ur – æv­in­týri Esju í borg­inni. Höf­und­ur: Sverr­ir Björns­son. Les­ari: Álfrún Helga Örn­ólfs­dótt­ir

 • Vetr­ar­gest­ir. Höf­und­ur: Tóm­as Zoëga. Les­ari: Salka Sól Ey­feld

 

 Glæpa­sög­ur

 

 • Brúðan. Höf­und­ur: Yrsa Sig­urðardótt­ir. Les­ari: Þor­vald­ur Davíð Kristjáns­son

 • Marrið í stig­an­um. Höf­und­ur: Eva Björg Ægis­dótt­ir. Les­ari: Íris Tanja Flygenring

 • Gull­búrið. Höf­und­ur: Camilla Läckberg. Þýðandi: Sig­urður Þór Sal­vars­son. Les­ari: Þór­unn Erna Clausen

 • Búrið. Höf­und­ur: Lilja Sig­urðardótt­ir. Les­ari: Elín Gunn­ars­dótt­ir

 • Þorpið. Höf­und­ur: Ragn­ar Jónas­son. Les­ari: Íris Tanja Flygenring

 

 

 

 

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband