• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Ást í bolla


Sparibollinn er ný tegund verðlauna í bókmenntum. Verðlaunað er fyrir fegurstu ástarjátninguna. Ragna Sigurðardóttir hellti sparibollann fleytifullan af ást í bók sinni Vetrargulrótum, en sú bók var einmitt verðlaun í facebook-leik skáld.is í desember sl.

Í umsögn dómnefndar segir að í

Vetrargulrótum sé ekki bara ein góð ástarjátning heldur er bókin sjálf ein samfelld ástarjátning til lífsins, fegurðar og sköpunar og litapallettu jarðarinnar. Þar er að finna ást í ólíkum formum og að lestri loknum situr eitthvað eftir innra með manni, hún skilur eftir ást í hjartanu.

Í bókinni er líf og litir og hvatning til allra þeirra sem vilja skapa og skrifa, og eins og Ragna sagði sjálf við verðlaunaafhendinguna, þá er það ástin á bókunum sem knýr okkur áfram.

Sparibollinn var afhentur á málþingi Bókabæjanna í Tryggvaskála, sjá facebook-síðu viðburðarins, Ást í bók og bolla - ástarsögumálþing og afhending Sparibollans.

Til hamingju Ragna og ástin lifi!

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband