• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Tvær konur tilnefndar til Sparibollans

Tilnefningar til Sparibollans, bókmenntaverðlauna veittra fyrir fegurstu ástarjátninguna í íslenskum bókmenntum á árinu 2019 liggja nú fyrir og eru tvær skáldkonur þar á meðal:

  • Guðrún Eva Mínervudóttir, fyrir fallegustu lýsinguna á hvunndagsástum venjulegs fólks, í skáldsögu sinni Aðferðir til að lifa af.

  • Ragna Sigurðardóttir, fyrir fallegustu ástarjátninguna til listarinnar og litapalletu veraldarinnar, í smásagnasafni sínu Vetrargulrætur.

Auk þeirra voru tilnefndir þrír karlar:

  • Andri Snær Magnason fyrir fallegustu ástarjátninguna til fjölskyldunnar, í bók sinni Um tímann og vatnið.

  • Dagur Hjartarson, fyrir fallegustu lýsinguna á ást sem leiðir til harmleiks, í skáldsögu sinni Við erum ekki morðingjar.

  • Sölvi Björn Sigurðsson, fyrir fallegustu lýsinguna á harðseigri ást sem stenst tímans tönn, í skáldsögu sinni Seltu.

Allir eiga þessir fimm höfundar það sameiginlegt að hafa skrifað mjög sterkar og eftirminnilegar bækur – og mjög ólíkar. Ástin á sér margar birtingarmyndir.