Tvær konur tilnefndar til Sparibollans

Tilnefningar til Sparibollans, bókmenntaverðlauna veittra fyrir fegurstu ástarjátninguna í íslenskum bókmenntum á árinu 2019 liggja nú fyrir og eru tvær skáldkonur þar á meðal:

 

  • Guðrún Eva Mínervudóttir, fyrir fallegustu lýsinguna á hvunndagsástum venjulegs fólks, í skáldsögu sinni Aðferðir til að lifa af.

  • Ragna Sigurðardóttir, fyrir fallegustu ástarjátninguna til listarinnar og litapalletu veraldarinnar, í smásagnasafni sínu Vetrargulrætur.

 

Auk þeirra voru tilnefndir þrír karlar:

  • Andri Snær Magnason fyrir fallegustu ástarjátninguna til fjölskyldunnar, í bók sinni Um tímann og vatnið.

  • Dagur Hjartarson, fyrir fallegustu lýsinguna á ást sem leiðir til harmleiks, í skáldsögu sinni Við erum ekki morðingjar.

  • Sölvi Björn Sigurðsson, fyrir fallegustu lýsinguna á harðseigri ást sem stenst tímans tönn, í skáldsögu sinni Seltu.

 

Allir eiga þessir fimm höfundar það sameiginlegt að hafa skrifað mjög sterkar og eftirminnilegar bækur – og mjög ólíkar. Ástin á sér margar birtingarmyndir.

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband