SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir24. febrúar 2020

Júlíana - hátíð sögu og bóka

Næstu helgi verður hin árlega hátíð í Stykkishólmi sem kennd er við Júlíönu Jónsdóttur, sögur og bækur. Hátíðin stendur frá fimmtudagskvöldi og fram á laugardagskvöld. Viðfangsefnið í ár er HIN HLIÐIN - FJÖLBREYTILEIKI LÍFSINS og er dagskráin fjölbreytt að vanda:

 

 

FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR

 

20:00 Vatnasafn - SETNING HÁTÍÐAR

Tónlistaratriði: Nemendur úr Tónlistaskóla Stykkishólms.

Sólveig Júlíana Ásgeirsdóttir les úr bók sinni Bláský.

fAfhending verðlauna í smásagnasamkeppni.

Viðurkenning fyrir framlag til menningarmála.

 

 

FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR

11:00 Amtsbókasafnið í Stykkishólmi

HUGARFLUG - afrakstur ritvinnslu.

Árangur samstarfs Júlíönu hátíðar og Grunnskólans. Nemendur Grunnskólans í Stykkishólmi stíga á stokk undir handleiðslu Hildar Knútsdóttur rithöfundar.

 

13:00 Dvalarheimili Stykkishólms

BILIÐ BRÚAÐ - grunnskólanemar lesa fyrir eldri borgara.

 

14:00 Leikskólinn í Stykkishólmi

SÖGUSTUND FYRIR BÖRN

Eyþór Benediktsson les bókina Sipp, Sippsippanipp og Sippsippanippsippsúrumsipp eftir Blævi Guðmundsdóttur.

 

15:00 Skipavík verslun

FJÖLBREYTILEIKI LÍFSINS - myndverk

Sýning á verkum nemenda yngri deilda Grunnskólans í Stykkishólmi. Myndirnar snúa út á götu svo hægt verður að skoða þær á öllum tímum á meðan á hátíðinni stendur.

 

17:00 Bókaverslun Breiðafjarðar

UPPLESTUR

Hin hliðin eftir Guðjón Ragnar Jónasson.

Ástin að eilífu eftir Fríðu Bonnie Andersen.

 

BOÐIÐ TIL STOFU 20:00 Aðalgata 7 gamla sýsló hjá Grétu

BÖRNIN OKKAR

Ingibjörg Benediktsdóttir og Grétar D. Pálsson.

Ylja slær á létta strengi.

 

21:00 Bókhlöðustígur 1 hjá Þórunni og Palla AÐ MISSA ALDREI TRÚNA Á SJÁLFA SIG OG LÍFIÐ

Anna Margrét Grétarsdóttir.

Tónlist: Anna Margrét Ólafsdóttir, Haukur Garðarsson og Martin Markvoll.

 

 

LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR

11:30

JÚLÍÖNUSÚPA

Sjón, (Sigurjón Birgir Sigurðsson) rithöfundur hittir hópinn sem lesið hefur bók hans, Mánastein í vetur.

 

13:00 Gamla kirkjan

HINSEGIN EÐA SVONA

Lilja Sigurðardóttir rithöfundur.

 

13:45 Gamla kirkjan

MÁNASKIN Í MANNLAUSUM HÁTÍÐARSAL

Sjón, Sigurjón Birgir Sigurðsson fjallar um bók sína Mánastein.

 

14:30 Kaffihlé Sjávarpakkhúsið - kaffi og meðlæti

 

15:45 Vatnasafn

KONA EÐA KARL - STAÐREYNDIR EÐA SLÚÐUR?

Um maddömu Guðrúnu Sveinbjarnardóttur.

Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur.

Samstarf Júlíönu hátíðar og Háskóla Íslands.

 

21:00 Vatnasafn

TÓNLEIKAR - Hljómsveitin Ylja.

 

FRÍTT ER Á ALLA VIÐBURÐI