Júlíana - hátíð sögu og bóka

 

Næstu helgi verður hin árlega hátíð í Stykkishólmi sem kennd er við Júlíönu Jónsdóttur, sögur og bækur. Hátíðin stendur frá fimmtudagskvöldi og fram á laugardagskvöld. Viðfangsefnið í ár er HIN HLIÐIN - FJÖLBREYTILEIKI LÍFSINS og er dagskráin fjölbreytt að vanda:

 

 

FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR

20:00 Vatnasafn - SETNING HÁTÍÐAR
Tónlistaratriði: Nemendur úr Tónlistaskóla Stykkishólms.
Sólveig Júlíana Ásgeirsdóttir les úr bók sinni Bláský.
Afhending verðlauna í smásagnasamkeppni.
Viðurkenning fyrir framlag til menningarmála.


 

FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR

11:00 Amtsbókasafnið í Stykkishólmi
HUGARFLUG - afrakstur ritvinnslu.
Árangur samstarfs Júlíönu hátíðar og Grunnskólans. Nemendur Grunnskólans í Stykkishólmi stíga á stokk undir handleiðslu
Hildar Knútsdóttur rithöfundar.

13:00 Dvalarheimili Stykkishólms
BILIÐ BRÚAÐ - grunnskólanemar lesa fyrir eldri borgara.

14:00 Leikskólinn í Stykkishólmi

SÖGUSTUND FYRIR BÖRN

Eyþór Benediktsson les bókina Sipp, Sippsippanipp og Sippsippanippsippsúrumsipp eftir Blævi Guðmundsdóttur.

15:00 Skipavík verslun
FJÖLBREYTILEIKI LÍFSINS - myndverk
Sýning á verkum nemenda yngri deilda Grunnskólans í Stykkishólmi. Myndirnar snúa út á götu svo hægt verður að skoða þær á öllum tímum á meðan á hátíðinni stendur.

 

17:00 Bókaverslun Breiðafjarðar
UPPLESTUR

Hin hliðin eftir Guðjón Ragnar Jónasson.
Ástin að eilífu eftir Fríðu Bonnie Andersen.
 

BOÐIÐ TIL STOFU 20:00 Aðalgata 7 gamla sýsló hjá Grétu

BÖRNIN OKKAR

Ingibjörg Benediktsdóttir og Grétar D. Pálsson.

Ylja slær á létta strengi.
 

21:00 Bókhlöðustígur 1 hjá Þórunni og Palla
AÐ MISSA ALDREI TRÚNA Á SJÁLFA SIG OG LÍFIÐ

Anna Margrét Grétarsdóttir.

Tónlist: Anna Margrét Ólafsdóttir, Haukur Garðarsson og Martin Markvoll.
 

 

 

LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR

11:30
JÚLÍÖNUSÚPA
Sjón, (Sigurjón Birgir Sigurðsson) rithöfundur hittir hópinn sem lesið hefur bók hans, Mánastein í vetur.

13:00 Gamla kirkjan
HINSEGIN EÐA SVONA
Lilja Sigurðardóttir rithöfundur.

 

13:45 Gamla kirkjan
MÁNASKIN Í MANNLAUSUM HÁTÍÐARSAL
Sjón, Sigurjón Birgir Sigurðsson fjallar um bók sína Mánastein.

14:30 Kaffihlé Sjávarpakkhúsið - kaffi og meðlæti

15:45 Vatnasafn
KONA EÐA KARL - STAÐREYNDIR EÐA SLÚÐUR?
Um maddömu Guðrúnu Sveinbjarnardóttur.
Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur.
Samstarf Júlíönu hátíðar og Háskóla Íslands.


21:00 Vatnasafn

TÓNLEIKAR - Hljómsveitin Ylja.

FRÍTT ER Á ALLA VIÐBURÐI

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband