Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband

„Ekki senda þau burtu“

 

Ljóð dagsins er sótt í ljóðabókina Mamma, má ég segja þér eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur.  Ljóðið er afar áhrifarík bón um að komið sé vel fram við börn:  

 

 

 

Getum við bara sammælst um
að vera góð við börn?

 

Og ekki aðskilja þau
frá foreldrum sínum
á landamærum.

 

Og ekki setja þau í búr,
aldrei setja þau í búr.

 

Og ekki láta þau drukkna
á hriplekum báti,
bara ekki
láta þau drukkna!

 

Og ekki senda þau úr landi
ríkisfangslaus
út í óvissuna

 

né rífa þau úr leikskóla
úr grunnskóla
úr framhaldsskóla

 

frá vinum
af heimili sínu.
Ekki senda þau burtu.

 

Ekki senda þau á götuna
í flóttamannabúðir
í dauðann.

 

Ekki neita þeim
um heilbrigðisþjónustu
um menntun
um ást
um líf.

 

Bara plís!
Getum við í hamingjunnar bænum
sammælst um að vera góð við börn?

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload