SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir22. febrúar 2020

„Dýpið er ókannað - um skáldskap Þóru Jónsdóttur"

„Dýpið er ókannað - um skáldskap Þóru Jónsdóttur" er yfirskrift á spennandi málstofu um skáldkonuna Þóru Jónsdóttur en hún varð 95 ára gömul 17. janúar síðastliðinn.

Málstofan er á Hugvísindaþingi 2020 sem haldið verður laugardaginn 14. mars og stendur hún frá 13-16:30.

Málstofunni stýrir Soffía Auður Birgisdóttir og heldur hún jafnframt erindið „Mynstur sem skapa einstaklinginn": Línur í lófa eftir Þóru Jónsdóttur.

Einnig stígur Helga Kress á stokk og flytur erindið „Það hriktir í stormjárnum gluggans": Um innilokun og undankomu í ljóðum Þóru Jónsdóttur.

Fleiri rýna í höfundarverk Þóru:

Arnór Ingi Hjartarson flytur erindið „Dýpið er ókannað." Landkönnun og Leit að tjaldstæði eftir Þóru Jónsdóttur

Ástráður Eysteinsson flytur erindið „Útsýn með sandkorni - og í þýðingu. Horft með Wyslöwu Szymborsku og Þóru Jónsdóttur" Magnús Sigurðsson fjallar um „ímynduð rými." Myndir og minni í smáprósum Þóru Jónsdóttur.

Takið laugardaginn 14. mars frá!

Frekari upplýsingar um málstofuna má nálgast hér.