• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

„Dýpið er ókannað - um skáldskap Þóru Jónsdóttur"


„Dýpið er ókannað - um skáldskap Þóru Jónsdóttur" er yfirskrift á spennandi málstofu um skáldkonuna Þóru Jónsdóttur en hún varð 95 ára gömul 17. janúar síðastliðinn.

Málstofan er á Hugvísindaþingi 2020 sem haldið verður laugardaginn 14. mars og stendur hún frá 13-16:30.

Málstofunni stýrir Soffía Auður Birgisdóttir og heldur hún jafnframt erindið „Mynstur sem skapa einstaklinginn": Línur í lófa eftir Þóru Jónsdóttur.

Einnig stígur Helga Kress á stokk og flytur erindið „Það hriktir í stormjárnum gluggans": Um innilokun og undankomu í ljóðum Þóru Jónsdóttur.

Fleiri rýna í höfundarverk Þóru:

Arnór Ingi Hjartarson flytur erindið „Dýpið er ókannað." Landkönnun og Leit að tjaldstæði eftir Þóru Jónsdóttur

Ástráður Eysteinsson flytur erindið „Útsýn með sandkorni - og í þýðingu. Horft með Wyslöwu Szymborsku og Þóru Jónsdóttur" Magnús Sigurðsson fjallar um „ímynduð rými." Myndir og minni í smáprósum Þóru Jónsdóttur.

Takið laugardaginn 14. mars frá!

Frekari upplýsingar um málstofuna má nálgast hér.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband