Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband

„Dýpið er ókannað - um skáldskap Þóru Jónsdóttur"

„Dýpið er ókannað - um skáldskap Þóru Jónsdóttur" er yfirskrift á spennandi málstofu um skáldkonuna Þóru Jónsdóttur en hún varð 95 ára gömul 17. janúar síðastliðinn.

 

Málstofan er á Hugvísindaþingi 2020 sem haldið verður laugardaginn 14. mars og stendur hún frá 13-16:30. 

 

Málstofunni stýrir Soffía Auður Birgisdóttir og heldur hún jafnframt erindið „Mynstur sem skapa einstaklinginn": Línur í lófa eftir Þóru Jónsdóttur.

 

Einnig stígur Helga Kress á stokk og flytur erindið „Það hriktir í stormjárnum gluggans": Um innilokun og undankomu í ljóðum Þóru Jónsdóttur.

 

Fleiri rýna í höfundarverk Þóru:

 

Arnór Ingi Hjartarson flytur erindið „Dýpið er ókannað." Landkönnun og Leit að tjaldstæði eftir Þóru Jónsdóttur 

Ástráður Eysteinsson flytur erindið „Útsýn með sandkorni - og í þýðingu. Horft með Wyslöwu Szymborsku og Þóru Jónsdóttur" Magnús Sigurðsson fjallar um „ímynduð rými." Myndir og minni í smáprósum Þóru Jónsdóttur.  

 

Takið laugardaginn 14. mars frá! 

 

Frekari upplýsingar um málstofuna má nálgast hér.

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload