SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir20. febrúar 2020

Kláði tilnefnd!

 

Fyrir stundu var tilkynnt við stutta athöfn í Gunnarshúsi að smásagnasafnið Kláði eftir Fríðu Ísberg er tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020, ásamt skáldsögunni Lifandilífslækur eftir Bergsvein Birgisson en Páll Valsson útgáfustjóri Bjarts veitti viðurkenningunni viðtöku í hans stað.

Kláði hlaut einnig tilnefningu til Fjöruverðlauna - bókmenntaverðlauna kvenna í fyrra og fékk mikla umfjöllun enda geymir bókin afar vel skrifaðar og áhugaverðar smásögur.

Um­sögn dóm­nefnd­ar­ um Kláða:

„Sagna­safnið Kláði eft­ir Fríðu Ísberg er fal­legt dæmi um þá vor­vinda sem borist geta með ung­um höf­und­um inn í bók­mennt­irn­ar. Sögumaður horf­ir með nýj­um aug­um á göm­ul viðfangs­efni sem í frá­sögn­un­um verða á marg­an hátt önn­ur en þau voru. End­ur­nýj­an­ir og breyt­ing­ar eru meðal helstu lífs­skil­yrða bók­mennt­anna og stund­um ger­ast þær með því móti að inn á sviðið stíg­ur nýtt fólk sem lít­ur viðfangs­efn­in öðrum aug­um en við eig­um að venj­ast. Frá­sagn­ar­hátt­ur­inn er bæði raun­sæi­leg­ur og mód­ern­ísk­ur. Gildi bók­ar­inn­ar ligg­ur fram­ar öðru í sterkri, til­finn­inga­legri nálg­un sem kref­ur les­and­ann svara um viðhorf og gildi í nú­tím­an­um.

Sög­urn­ar í Kláða fjalla í stór­um drátt­um um það hvernig í ósköp­un­um er hægt að vaxa úr grasi og taka því hlut­skipti sem bíður nú­tíma­manns. Það er skrifað um kyn­líf og para­sam­bönd; átök kyn­slóða og kynja; klám og firr­ingu; böl staðalí­mynda og fíkn­ar; sekt og kúg­un; hefðir með tóma­hljóði; harðsótta, tíma­freka ást; og þraut­seiga, kæf­andi sorg.“

Skáld.is óskar Fríðu innilega til hamingju með tilnefninguna.

Sunna Dís Másdóttir tilkynnti úrslitin fyrir hönd íslensku verðlaunanefndarinnar en sameiginleg norræn dómnefnd velur vinningshafa ársins. Afhending verðlauna fer fram í Reykjavík 27. október og er verðlaunaféð 350 þúsund danskar krónur, sem eru rétt tæpar 6,5 milljónir íslenskra króna.

Aðrar bækur tilnefndar:

  • Skáld­sag­an Ikki fyrr enn tá eft­ir Odd­fríði Marni Rasmus­sen, frá Færeyjum.

  • Skáld­sög­urn­ar Vem döda­de bambi? eft­ir Moniku Fager­holm og Ih­mettä kaikki eft­ir Juha It­kon­en, frá Finnlandi.

  • Ljóðabók­in YA­HYA HASS­AN 2 eft­ir Ya­hya Hass­an og skáld­sag­an HHV, FRS­HWN – Dødskn­aldet i Amazon­as eft­ir Hanne Højga­ard Viemose, frá Dan­mörku.

  • Ljóðabók­in Ju­olgevuoððu eft­ir Niillas Holm­berg, frá sa­míska málsvæðinu.

  • Ljóðabók­in När vänd­krets läggs mot vänd­krets eft­ir Mika­elu Nym­an, frá Álands­eyj­um.

  • Ljóðabók­in Marg­ina­lia; Xterm­ina­lia eft­ir Joh­an Jön­son og skáld­sag­an W eft­ir Steve Sem-Sand­berg, frá Svíþjóð.

  • Skáld­sög­urn­ar Den gode venn­en eft­ir Bjørn Es­ben Alma­as og Vi er fem eft­ir Mati­as Fald­bakk­en, frá Noregi.

Myndir: Skáld.is