Kláði tilnefnd!

 

 

Fyrir stundu var tilkynnt við stutta athöfn í Gunnarshúsi að smásagnasafnið Kláði eftir Fríðu Ísberg er tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020, ásamt skáldsögunni Lifandilífslækur eftir Bergsvein Birgisson en Páll Valsson útgáfustjóri Bjarts veitti viðurkenningunni viðtöku í hans stað.

 

Kláði hlaut einnig tilnefningu til Fjöruverðlauna - bókmenntaverðlauna kvenna í fyrra og fékk mikla umfjöllun enda geymir bókin afar vel skrifaðar og áhugaverðar smásögur.

 

Um­sögn dóm­nefnd­ar­ um Kláða:

„Sagna­safnið Kláði eft­ir Fríðu Ísberg er fal­legt dæmi um þá vor­vinda sem borist geta með ung­um höf­und­um inn í bók­mennt­irn­ar. Sögumaður horf­ir með nýj­um aug­um á göm­ul viðfangs­efni sem í frá­sögn­un­um verða á marg­an hátt önn­ur en þau voru. End­ur­nýj­an­ir og breyt­ing­ar eru meðal helstu lífs­skil­yrða bók­mennt­anna og stund­um ger­ast þær með því móti að inn á sviðið stíg­ur nýtt fólk sem lít­ur viðfangs­efn­in öðrum aug­um en við eig­um að venj­ast. Frá­sagn­ar­hátt­ur­inn er bæði raun­sæi­leg­ur og mód­ern­ísk­ur.  Gildi bók­ar­inn­ar ligg­ur fram­ar öðru í sterkri, til­finn­inga­legri nálg­un sem kref­ur les­and­ann svara um viðhorf og gildi í nú­tím­an­um.

 

Sög­urn­ar í Kláða fjalla í stór­um drátt­um um það hvernig í ósköp­un­um er hægt að vaxa úr grasi og taka því hlut­skipti sem bíður nú­tíma­manns. Það er skrifað um kyn­líf og para­sam­bönd; átök kyn­slóða og kynja; klám og firr­ingu; böl staðalí­mynda og fíkn­ar; sekt og kúg­un; hefðir með tóma­hljóði; harðsótta, tíma­freka ást; og þraut­seiga, kæf­andi sorg.“

 

Skáld.is óskar Fríðu innilega til hamingju með tilnefninguna.

 

Sunna Dís Másdóttir tilkynnti úrslitin fyrir hönd íslensku verðlaunanefndarinnar en sameiginleg norræn dómnefnd velur vinningshafa ársins. Afhending verðlauna fer fram í Reykjavík 27. október og er verðlaunaféð 350 þúsund danskar krónur, sem eru rétt tæpar 6,5 milljónir íslenskra króna.

 

 

Aðrar bækur tilnefndar:

  • Skáld­sag­an Ikki fyrr enn tá eft­ir Odd­fríði Marni Rasmus­sen, frá Færeyjum.

  • Skáld­sög­urn­ar Vem döda­de bambi? eft­ir Moniku Fager­holm og Ih­mettä kaikki eft­ir Juha It­kon­en, frá Finnlandi.

  • Ljóðabók­in YA­HYA HASS­AN 2 eft­ir Ya­hya Hass­an og skáld­sag­an HHV, FRS­HWN – Dødskn­aldet i Amazon­as eft­ir Hanne Højga­ard Viemose, frá Dan­mörku.

  • Ljóðabók­in Ju­olgevuoððu eft­ir Niillas Holm­berg, frá sa­míska málsvæðinu.

  • Ljóðabók­in När vänd­krets läggs mot vänd­krets eft­ir Mika­elu Nym­an, frá Álands­eyj­um.

  • Ljóðabók­in Marg­ina­lia; Xterm­ina­lia eft­ir Joh­an Jön­son og skáld­sag­an W eft­ir Steve Sem-Sand­berg, frá Svíþjóð.

  • Skáld­sög­urn­ar Den gode venn­en eft­ir Bjørn Es­ben Alma­as og Vi er fem eft­ir Mati­as Fald­bakk­en, frá Noregi.

 

Myndir: Skáld.is

 

 

 

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband