SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir31. janúar 2020

Enn berast Bergrúnu Írisi viðurkenningar!

 

Verðlaunabókin Lang-elstur að eilífu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur var tilnefnd í gær til Barna- og unglingabókaverðlauna Vestnorræna ráðsins. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár og er verðlaunaféð 60.000 danskar krónur.

Aðrar bækur tilnefndar voru grænlenska bókin Orpilissat nunarsuarmi kusanarnersaat (Det smukkeste juletræ i verden) eftir Juaaka Lyberth og færeyska bókin Loftar tú mær (Griber du mig) eftir Rakel Helmsdal.

Verðlaunin verða afhent í nóvember á bókmenntahátíðinni Bókadagar í Norræna húsinu í Þórshöfn í Færeyjum.