• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Enn berast Bergrúnu Írisi viðurkenningar!


Verðlaunabókin Lang-elstur að eilífu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur var tilnefnd í gær til Barna- og unglingabókaverðlauna Vestnorræna ráðsins. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár og er verðlaunaféð 60.000 danskar krónur.

Aðrar bækur tilnefndar voru grænlenska bókin Orpilissat nunarsuarmi kusanarnersaat (Det smukkeste juletræ i verden) eftir Juaaka Lyberth og færeyska bókin Loftar tú mær (Griber du mig) eftir Rakel Helmsdal.

Verðlaunin verða afhent í nóvember á bókmenntahátíðinni Bókadagar í Norræna húsinu í Þórshöfn í Færeyjum.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband