María Skagan frá Bergþórshvoli

22.1.2020

 

María Skagan frá Bergþórshvoli  er komin í skáldatalið. Hún var ljóðskáld sem gaf einnig út tvö smásagnasöfn og skáldsögu á höfundarferli sínum. Hún átti við heilsubrest að etja og bjó meginþorra ævi sinnar í Sjálfsbjargarhúsinu þar sem hún lagði starfinu ötullega lið.


María stundaði þýðingar og ung skrifaði hún þætti í Sunnudagsblað Tímans þar sem hún starfaði sem blaðakona. María hafði sérstaklega gott vald á móðurmálinu og orti allt sitt líf.

Sögur hennar og ljóð voru lesin í útvarpi og nokkrir sönglagatextar eru til eftir hana. María var bundin við hækjur og að endingu við rúmið í tugi ára. Hún tók því með jafnaðargeði að sögn samferðamanna sinna enda hafði hún skáldskapinn sér til hugarhægðar.

 Hér má sjá meira um Maríu í Skáldatalinu.

 

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband