• Steinunn Inga Óttarsdóttir

„Fá rafmagnið alveg í gegn“


Kristjana Emilía Guðmundsdóttir skáldkona (f. 1939) hefur sent frá sér fimm ljóðabækur og skáldskapur hennar hefur birst víða. Hún bjó um skeið á Dröngum á Skógarströnd en er nú búsett á Akranesi. Eitt sinn var tekið stutt útvarpsviðtal við Kristjönu (rúm mínúta) meðan hún bjó þar. Þar segir Kristjana frá aðdráttum á Dröngum, mjólkurbílnum og væntanlegu rafmagni.Spjallið við Kristjönu er varðveitt hjá ismus, sem er vefur fyrir íslenskan músík- og menningararf; gagnagrunnur sem geymir og birtir á vefnum gögn er varða íslenska menningu fyrr og nú. Þar er að finna hljóðrit, ljósmyndir, kvikmyndir, handrit og texta. Verkefnið er í umsjá Tónlistarsafns Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Kristjana er komin í skáldatalið.

Mynd af Kristjönu: Skessuhorn

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband