• Soffía Auður Birgisdóttir

Til hamingju Þóra Jónsdóttir!

Þóra Jónsdóttir skáldkona er 95 ára í dag, 17. janúar. Þóra var 48 ára þegar fyrsta ljóðabók hennar, Leit að tjaldstæði (1973) kom út en síðan þá hefur hún sent frá sér fjölda ljóðabóka, auk ljóðrænna örsagna. Nýjustu bókina sendi Þóra frá sér á nýliðnu ári, Sólardansinn (2019). Þóra fæst einnig við myndlist og listaverk eftir hana prýða margar kápurnar á bókum hennar.


2005 kom út safn ljóða Þóru, Landið í brjóstinu, og hefur að geyma fyrstu níu ljóðabækur hennar. Það ætti að vera til í bókahillum allra sem unna íslenskum skáldskap.


Á Hugvísindaþing Háskóla Íslands sem haldið verður 13. og 14. mars næstkomandi verður ein málstofan sérstaklega helguð skáldskap Þóru.


Skáld.is óskar Þóru Jónsdóttur hjartanlega til hamingju með stórafmælið og þakkar fyrir ljóðin og sögurnar.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband