• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Guðrún Eva hlýtur viðurkenningu Rithöfundasjóðs


Guðrún Eva Mínervudóttir hlaut í gær viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins. Þetta er í 64. skiptið sem þessi elstu rithöfundaverðlaun Íslendinga eru veitt. Þá er þessi viðurkenning sú eina hér á landi sem horfir til ævistarfs höfunda fremur en einstakra verka.

Hér má nálgast viðtal Jórunnar Sigurðardóttur við skáldkonuna og hér má nálgast beina útsendingu frá afhendingu menningarverðlauna RÚV en viðurkenning Rithöfundasjóðs heyrir þar undir. Í nefnd sjóðsins situr Guðmundur Rúnar Svansson, sem jafnframt er formaður, tilnefndur af Mennta- og menningarmálaráðherra til fimm ára, frá 2017 til 2021.

Skáld.is óskar Guðrúnu Evu innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Myndin er fengin af síðu RÚV.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband