Heitasta yrkisefnið 2019


Ný ljóðabók Eyrúnar Óskar Jónsdóttur, Mamma, má ég segja þér? fjallar um heitasta málefni samtíðarinnar, hlýnun jarðar af mannavöldum, mengun, ógnir stríðs og flóttamannavanda. Það hvílir greinilega þungt á mörgum skáldum ef marka má algengustu yrkisefnin í skáldskapnum í ár og „þar opinberast það sem brennur á mest á fólki á magnaðri hátt en í öðrum miðlum“, segir í bókmenntaumfjöllun Soffíu Auðar á skáld.is.