
Ný ljóðabók Eyrúnar Óskar Jónsdóttur, Mamma, má ég segja þér? fjallar um heitasta málefni samtíðarinnar, hlýnun jarðar af mannavöldum, mengun, ógnir stríðs og flóttamannavanda. Það hvílir greinilega þungt á mörgum skáldum ef marka má algengustu yrkisefnin í skáldskapnum í ár og „þar opinberast það sem brennur á mest á fólki á magnaðri hátt en í öðrum miðlum“, segir í bókmenntaumfjöllun Soffíu Auðar á skáld.is.