SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir10. desember 2019

Allar sögurnar eru um stráka

„Systa er þroskasaga íslenskar stúlku sem fæðist um miðbik tuttugustu aldar, lærir sínar lífslexíur af ástríkum foreldrum, í átökum við systkini og vini, af því mótlæti sem mætir henni í samskiptum við annað fólk, sem og af bókum“ segir í umfjöllun Soffíu Auðar um nýjustu bók Vigdísar Grímsdóttur, Systu, hér á skáld.is.

Þar segir líka:

„Bóklestur er fyrirferðarmikill þáttur í lífi barnanna og vekur upp ýmsar hugleiðingar um lífið og tilveruna. Það eru gefandi samverustundir þegar faðirinn les fyrir börnin en lesturinn kveikir einnig hugsanir um misjafnt hlutskipti kynjanna: „Allar sögurnar sem pabbi les eru um stráka, en það verður að hafa það, þeir eru líka fólk. Fyrst svona eldgamlar stelpusögur eru ekki til verð ég bara að setja mig í strákaspor“ (156).

Nýlegt viðtal við Vigdísi má sjá á Hringbraut.