Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna

Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2019 voru kynntar í dag. Tilnefndar eru bækur í þremur flokkum, fræðibækur og rit almenns efnis,  barna- og ungmennabækur og fagurbókmenntir. Tilnefningin er alltaf þrungin spennu, aðeins eitt verk úr hverjum flokki hlýtur verðlaunin sem eru ein milljón í reiðufé.

 

Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1989. Skáldverk eftir konur eru í meirihluta í ár sem er sannarlega gleðiefni.

 

 

Tilnefningar 2019

 

Fræðibækur og rit almenns efnis

Jón Viðar Jónsson: Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925 - 1965

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir: Lífgrös og leyndir dómar – Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi

Páll Baldvin Baldvinsson: Síldarárin 1867-1969

Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir: Jakobína – saga skálds og konu

Unnur Birna Karlsdóttir: Öræfahjörðin – Saga hreindýra á Íslandi

 

Barna- og ungmennabækur
Arndís Þórarinsdóttir: Nærbuxnanjósnararnir

Bergrún Íris Sævarsdóttir: Langelstur að eilífu

Hildur Knútsdóttir: Nornin

Lani Yamamoto: Egill spámaður

Margrét Tryggvadóttir: Kjarval – málarinn sem fór sínar eigin leiðir

 

Fagurbókmenntir

Bergþóra Snæbjörnsdóttir: Svínshöfuð

Bragi Ólafsson: Staða pundsins

Guðrún Eva Mínervudóttir: Aðferðir til að lifa af

Sölvi Björn Sigurðsson: Selta - Apókrýfa úr ævi landlæknis

Steinunn Sigurðardóttir: Dimmumót

 

 

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband