• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Saga merkra kvenna


Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Málfríði Finnbogadóttur sem skrifar ævisögu rithöfundarins, framfarasinnans og alþingiskonunnar Guðrúnar Lárusdóttur (1880-1938). Fyrirsögnin er „Það þarf að segja sögu svona merkra kvenna“ og tekur skáld.is heils hugar undir það.

Í viðtalinu segir m.a. að Guðrún hafi haft óslökkvandi þörf fyrir að skrifa. Hún var um tíma afkastamesti rithöfundur landsins og bækur hennar mikið lesnar. Hún var ötull bréfritari, framfarasinni, hjálparhella og trúkona. Með viðtalinu er m.a. þessi fallega mynd hér til hægri, af Guðrúnu 23ja ára með fyrsta barn sitt í fanginu.

Titill bókarinnar er tilvitnun í Guðrúnu sjálfa: „En tíminn skundaði burt... með liðnu dagana í fanginu.“

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband