• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Alvöru meðmæli

Hressasta barnabókin í ár er Eyðieyjan - urr og öskur, fótur og fit. Systurnar Ásta og Kata eru komnar á afskekkta eyju þar sem allt getur gerst og tíminn er afstæður. Höfundurinn er Hildur Loftsdóttir og þetta er hennar fyrsta skáldverk en viðbúið að hún lumi á meira efni. Hana hafði lengi langað til að skrifa bók og smám saman læddust þær systurnar inn í kollinn á henni ásamt afa gamla, rauðhausagengi, álfum og furðuverum sem heimtuðu að komast á blað. Þrír lesendur á aldrinum 8-13 ára mæla með Eyðieyjunni á bókarkápunni og það eru sko alvöru meðmæli.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband