• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Hann lofar sig sjálfur...


​​​​https://www.google.com/search?biw=1376&bih=767&tbm=isch&sxsrf=ACYBGNQ9OMH5HTtPRlILxCW7pcGgAc18jA%3A1574373743023&sa=1&ei=bwnXXbFy6KWbBcLFrogP&q=m%C3%B3%C3%B0uhar%C3%B0indin&oq=m%C3%B3%C3%B0uhar%C3%B0indin&gs_l=img.1.0.0j0i24.14654.21600..23071...3.0..1.110.3683.40j2......0....1..gws-wiz-img.....10..35i362i39j35i39j0i30j0i10i30j0i5i30j0i5i10i30._f4s66ynrU4#imgrc=jaazvKNQnzYDfM

Minningu Skáld-Siggu (Sigríðar Gunnlaugsdóttur) er haldið á lofti í dag. Hún fæddist um 1760 og dró fram lífið á miklum harðindatímum í sögu þjóðarinnar. Ekki hefur margt varðveist af kveðskap hennar og kviðlingur eftir hana var eignaður Bólu-Hjálmari af einhverjum ástæðum (sjá nánar hér).

Skáld-Sigga orti svo um eigimann sinn:

Sástu mann, svipþungan,

fullvaxinn, gráleitan,

grettir oft kampaskinn,

teprar augu, viprar vör,

vanur á kæki,

góma beitir hvössum hjör,

hláturs með skræki,

hárþunnur, hnútar í skalla,

hugstoltur, ræður sér valla,

níðorður um nábúa alla;

einatt segir: a og nú.

Lyginn, svikull, latur, þrár,

hann lofar sig sjálfur,

lyginn, svikull, latur, þrár,

hann lofar sig sjálfur.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband