Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband

Hann lofar sig sjálfur...

 

Minningu Skáld-Siggu (Sigríðar Gunnlaugsdóttur) er haldið á lofti í dag. Hún fæddist um 1760 og dró fram lífið á miklum harðindatímum í sögu þjóðarinnar. Ekki hefur margt varðveist af kveðskap hennar og kviðlingur eftir hana var eignaður Bólu-Hjálmari af einhverjum ástæðum (sjá nánar hér). 

 

Skáld-Sigga orti svo um eigimann sinn: 

 

 

Sástu mann, svipþungan,

fullvaxinn, gráleitan,

grettir oft kampaskinn,

teprar augu, viprar vör,

vanur á kæki, 

góma beitir hvössum hjör,

hláturs með skræki,

hárþunnur, hnútar í skalla,

hugstoltur, ræður sér valla,

níðorður um nábúa alla; 

einatt segir: a og nú.

Lyginn, svikull, latur, þrár,

hann lofar sig sjálfur, 

lyginn, svikull, latur, þrár,

hann lofar sig sjálfur.

 

 

 

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload