Fjallið okkar á milli

„Fjallið“ er ljóð úr Tásunum, bók sem kom út nýlega hjá bókaútgáfunni Sæmundi. Höfundarnir þrír hafa starfað saman að ljóðagerð í nokkur ár. Í bókinni fá finna ýmislegt um lífið og tilveruna.

Ljóð dagsins er úr bókinni, það er eftir Jónu G. Torfadóttur.

Fjallið

Ég get klifið Esjuna,

Alpafjöllin, Everest, K4

meira að segja legg ég í Vesúvíus

en fjallið okkar á milli

er ókleift

þó aðeins sé armslengd

á milli

og stakt orð

(2019)