SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir13. nóvember 2019

Jakobína - saga skálds og konu

Það var vel mætt á útgáfufögnuð bókarinnar Jakobína, saga skálds og konu eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur sem haldið var í gærdag í Bókabúð Forlagsins. Sigríður Kristín er dóttir Jakobínu Sigurðardóttur og sagnfræðingur og ber bókin þess vitni, því þar er fléttað saman endurminningum, heimildavinnu og skáldskap.

Sigríður Kristín hefur áður gert móður sína að umfjöllunarefni því hún kemur við sögu í bókinni Alla mína stelpuspilatíð sem Sigríður Kristín sendi frá sér árið 2013. Þar er móðir hennar þó í aukahlutverki.

Líkt og segir á bókarkápu nýútkominnar bókar var Jakobína „alla tíð fáorð um lífshlaup sitt og lét farga bæði bréfum sínum og dagbókum." Því er mikill fengur að þessari veglegu bók um lífshlaup skáldkonunnar og verk hennar; hún „veitir dýrmæta innsýn í líf Jakobínu og varpar nýju ljósi á verk hennar."