• Soffía Auður Birgisdóttir

Kærastinn er rjóðurÚt er komin fimmta ljóðabók Kristínar Eiríksdóttur, Kærastinn er rjóður, og prýðir bókakápuna (líklega tölvugerð) ljósmynd af myndarlegum karlmanni rjóðum í kinnum. Í ljóðum bókarinnar er rýnt í ástarsamband ljóðmælandi við marga (eða einn) kærasta og er ýmsum og flóknum fletum slíkra sambanda velt upp. Hér er brot úr bókinni:

þá sástu að ég var alveg eins og

hún sem þú sagðir mér að hefði tælt þig eða

hin sem þú sagðir mér að hefði bælt þig eða

þessi sem hefði gelt þig og

ég gat alveg séð að þú varst alveg eins og

þessi sem átti ekki neitt eða

þessi sem tímdi engu eða

þessi sem stal

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband