Ný ljóðabók eftir Eyrúnu Ósk

 

Eyrún Ósk Jónsdóttir hefur sent frá sér þriðju ljóðabók sína, Mamma, má ég segja þér? Áður hefur hún sent frá sér ljóðbækurnar Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa (2016) sem hún hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir. 2018 kom ljóðabókin Í huganum ráðgeri morð, en ritdóm um hana má lesa hér.

 

Í nýju bókinni yrkir Eyrún Ósk um vandamál og ógnir sem steðja að mannkyninu en einnig um kærleikann, vonina og ástina, sem segja má að sé sterkasta aflið í ljóðmáli hennar.

 

Rósakvars

er kristall ástarinnar

og opnar hjartastöðina

 

en hver þarf töfrasteina

 

þegar þú starir

safír-bláum augum

í sálardjúpið

 

og tendrar eld?

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband