• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Bogga í Vilpu


Kristrún Guðmundsdóttir (f. 1953) sendi frá sér ljóðabókina Sólarkaffi á dögunum. Hún er Suðurnesjakona með rætur norður í Þingeyjarsýslu og er auðvitað í voru Skáldatali. Hún yrkir m.a. svo:

Sólarkaffi

Aðeins vegna komu sólar yfir fjallið

til Boggu í Vilpu tekur kaffið sjóðandi vatninu

ljóðið situr með hönd undir kinn og sér Boggu

í nýju ljósi - hangandi í pilsi forsögunnar

sykraðar pönnukökur norðan úr Þingeyjarsýslu

og fyrsti kaffibollinn - geisladýrð á enni

Bogga lyftir höndum upp að brúnum

skyggnir augun nóg til að milda þessa skellibirtu

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband