Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband

Bogga í Vilpu

 

Kristrún Guðmundsdóttir (f. 1953) sendi frá sér ljóðabókina Sólarkaffi á dögunum. Hún er Suðurnesjakona með rætur norður í Þingeyjarsýslu og er auðvitað í voru Skáldatali. Hún yrkir m.a. svo:

 

Sólarkaffi

 

Aðeins vegna komu sólar yfir fjallið

til Boggu í Vilpu tekur kaffið sjóðandi vatninu

 

ljóðið situr með hönd undir kinn og sér Boggu

í nýju ljósi - hangandi í pilsi forsögunnar

 

sykraðar pönnukökur norðan úr Þingeyjarsýslu

og fyrsti kaffibollinn - geisladýrð á enni

 

Bogga lyftir höndum upp að brúnum

skyggnir augun nóg til að milda þessa skellibirtu

 

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload